Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar Ragnheiður Einarsdóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa 18. mars 2021 13:01 Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun