Borgarlínan – Bein leið Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa 19. mars 2021 08:00 Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar