Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:10 Júlíus Andri Þórðarson Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl. Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira