„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 08:40 Samia Suluhu Hassan á viðburði á þriðjudag, degi áður en hún tilkynnti um andlát Johns Magufuli forseta. Vísir/AP Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu. Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu. Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu.
Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55