Veiran gæti hafa dreift sér víðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2021 12:25 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur alla með minnstu einkenni til að fara í skimun til að betur sjáist hvort veiran hafi náð að dreifa sér. Vísir/Vilhelm Um tuttugu hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi á meðan á faraldrinu hefur staðið. Sá sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudaginn er einn þeirra. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að veiran hafi dreift sér víðar en menn héldu og hvetur því alla með einkenni að mæta í skimun. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32