Forsætisráðherra segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af litakóðunarkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 12:39 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt nýtt litakóðunarkerfi tæki gildi í dag er staðan í Evrópu þannig að allir þyrftu að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna hingað til lands og framvísa neikvæðu PCR-prófi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59