„Verði honum að góðu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2021 09:25 Guðmundur Franklín er harla kátur með nýja auglýsingu frá Kjörís sem hann telur gagnast Frjálslynda lýðræðisflokknum afar vel. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vonar að honum líki ísinn en vonar að hann fari ekki að ganga um í Kjörísbol. Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín. „Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent