ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:10 Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræðir við fjölmiðla fyrir fund utanríkisráðherra sambandsins í Brussel, mánudaginn 22. mars 2021. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins. Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins.
Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15