Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2021 21:21 Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað. Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira