Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 20:24 Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44