Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:03 Scott Morrison, forsætisráðherra, sagðist miður sín yfir nýjasta hneykslinu sem skekur ríkisstjórn hans. AP/Mick Tsikas Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans. Ástralía MeToo Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans.
Ástralía MeToo Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira