Allir frá rauðum löndum í sótttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:20 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að afbrigði sem eru meira smitandi eins og breska afbrigðið af kórónuveirunni nái fótfestu í landinu. Stöð 2/Sigurjón Börn fædd árið 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku við komuna til landsins eins og fullorðnir og allir sem koma frá hásmitasvæðum verður gert að taka sóttkví út í sóttvarnahúsi frá og með fyrsta apríl. Verið er að leita að hótelum til að hýsa þetta fólk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira