Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 15:16 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar miðvikudaginn 24. mars 2021. Vísir/RAX Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira