Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 17:16 Íþróttabann hefur verið sett á hér á landi og óvíst hvenær boltinn byrjar aftur að rúlla. vísir/vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar. Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara. KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara.
KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira