Meniga fær 1,5 milljarða fjármögnun og hjálpar fólki að áætla kolefnissporið Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 10:37 Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga. Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tryggt sér 1,5 milljarðs króna fjármögnun. Fjármögnunin var leidd af hollenska fjárfestingasjóðnum Velocity Capital Fintech Futures og íslenska fjárfestingasjóðnum Frumtak Ventures. Aðrir þátttakendur voru sænski fjárfestingasjóðurinn Industrifonden, breski sjóðurinn UK Future Fund og bankarnir UniCredit, Swedbank, BPCE og Íslandsbanki. Þessir bankar og fjárfestingasjóðir eiga það sameiginlegt að hafa verið lengi í hópi eigenda og viðskiptavina Meniga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segir að heimsfaraldurinn hafi valdið því að eftirspurn eftir stafrænni bankaþjónustu hafi stóraukist um allan heim. Bæði hafi faraldurinn gert það að verkum að aðgengi að útibúum hafi verið skert sökum fjöldatakmarkana og þá þurfi margir meiri aðstoð við heimilisfjármál sín. Gera notendum kleift að sjá áætlað kolefnisspor Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins verður sölu- og þjónustuteymi Meniga eflt til að mæta þessari auknu eftirspurn á heimsvísu auk þess sem áhersla verði lögð á vöruþróun og nýsköpun. „Sérstaklega verður horft til þróunar og markaðssetningar á vörum þar sem fjártækni og umhverfismál koma saman. Á meðal nýrra vara Meniga er umhverfisvaran Carbon Insight en hún gerir bönkum mögulegt að valdefla viðskiptavini sína í umhverfismálum. Með Carbon Insight geta notendur netbanka séð áætlað kolefnisspor á einkaneyslu sinni og gripið til aðgerða til lágmarka það. Vörunni er ætlað að hjálpa fólki um allan heim að berjast við loftlagsbreytingar.“ Minnst fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka nýja lausn Meniga í gagnið á þessu ári.Meniga Vaxandi eftirspurn eftir grænum lausnum Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga, segir starfsfólk vera mjög ánægt með áframhaldandi stuðning fjárfesta. „Nýtt fjármagn mun gera okkur kleift að markaðssetja vörur okkar til væntanlegra viðskiptavina um allan heim. Carbon Insight er gott dæmi um vöru sem mikill áhugi er á en að minnsta kosti fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka hana í gagnið á þessu ári og við sjáum vaxandi eftirspurn eftir henni hjá bönkum um allan heim,“ segir Georg í tilkynningu. Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, segir sjóðstýringafyrirtækið vera sannfært um að Meniga hafi mjög spennandi vaxtarmöguleika. „Meniga hefur fest sig í sessi sem öflugur brautryðjandi í fjártæknilausnum fyrir helstu banka um allan heim, en sá markaður er nú í örum vexti sem aldrei fyrr,“ segir Svana í tilkynningu. Um 160 starfsmenn starfa nú hjá Meniga sem er með skrifstofur í sjö löndum. Að sögn fyrirtækisins hefur hugbúnaður þess verið innleiddur hjá yfir 160 fjármálastofnunum og er aðgengilegur yfir 90 milljónum einstaklinga í 30 löndum. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37 Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01 Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05 Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Aðrir þátttakendur voru sænski fjárfestingasjóðurinn Industrifonden, breski sjóðurinn UK Future Fund og bankarnir UniCredit, Swedbank, BPCE og Íslandsbanki. Þessir bankar og fjárfestingasjóðir eiga það sameiginlegt að hafa verið lengi í hópi eigenda og viðskiptavina Meniga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segir að heimsfaraldurinn hafi valdið því að eftirspurn eftir stafrænni bankaþjónustu hafi stóraukist um allan heim. Bæði hafi faraldurinn gert það að verkum að aðgengi að útibúum hafi verið skert sökum fjöldatakmarkana og þá þurfi margir meiri aðstoð við heimilisfjármál sín. Gera notendum kleift að sjá áætlað kolefnisspor Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins verður sölu- og þjónustuteymi Meniga eflt til að mæta þessari auknu eftirspurn á heimsvísu auk þess sem áhersla verði lögð á vöruþróun og nýsköpun. „Sérstaklega verður horft til þróunar og markaðssetningar á vörum þar sem fjártækni og umhverfismál koma saman. Á meðal nýrra vara Meniga er umhverfisvaran Carbon Insight en hún gerir bönkum mögulegt að valdefla viðskiptavini sína í umhverfismálum. Með Carbon Insight geta notendur netbanka séð áætlað kolefnisspor á einkaneyslu sinni og gripið til aðgerða til lágmarka það. Vörunni er ætlað að hjálpa fólki um allan heim að berjast við loftlagsbreytingar.“ Minnst fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka nýja lausn Meniga í gagnið á þessu ári.Meniga Vaxandi eftirspurn eftir grænum lausnum Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga, segir starfsfólk vera mjög ánægt með áframhaldandi stuðning fjárfesta. „Nýtt fjármagn mun gera okkur kleift að markaðssetja vörur okkar til væntanlegra viðskiptavina um allan heim. Carbon Insight er gott dæmi um vöru sem mikill áhugi er á en að minnsta kosti fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka hana í gagnið á þessu ári og við sjáum vaxandi eftirspurn eftir henni hjá bönkum um allan heim,“ segir Georg í tilkynningu. Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, segir sjóðstýringafyrirtækið vera sannfært um að Meniga hafi mjög spennandi vaxtarmöguleika. „Meniga hefur fest sig í sessi sem öflugur brautryðjandi í fjártæknilausnum fyrir helstu banka um allan heim, en sá markaður er nú í örum vexti sem aldrei fyrr,“ segir Svana í tilkynningu. Um 160 starfsmenn starfa nú hjá Meniga sem er með skrifstofur í sjö löndum. Að sögn fyrirtækisins hefur hugbúnaður þess verið innleiddur hjá yfir 160 fjármálastofnunum og er aðgengilegur yfir 90 milljónum einstaklinga í 30 löndum.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37 Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01 Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05 Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37
Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01
Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05
Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30