Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2021 14:29 Bjarni svaraði Bassa vinalega á Twitterreikningi þess síðarnefnda en hefði kannski betur látið það ógert. vísir/vilhelm Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. Bassi Maraj er ein skærasta stjarnan á Íslandi í dag, er nýbúinn að senda frá sér rapplag sem er að gera það gott á Spotify svo um munar en Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem nálgast má á Stöð2 plús; sem fjallar um ævintýri Patriks Jaime og litríkra félaga hans. Bassi lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og sló óvænt fram yfirlýsingu á Twittersíðu sinni þar sem hann væri nú svo hugmyndaríkur að hann ætti að splæsa í nokkrar góðar hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er svo hugmyndaríkur ég ætti að gera hugmyndir fyrir sjálfstæðisflokkinn— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Bjarni sá sér leik á borði, að koma á samtali við yngri kynslóðina og þá sem frægastir eru í þeim ranni: „Allar hugmyndir vel þegnar,“ skrifað hann við þennan status sem virtist hin líknandi hönd. En viðbrögðin voru alveg örugglega ekki í samræmi við væntingar formanns Sjálfstæðisflokksins. Bassi snéri uppá sig svo um munaði, sló á útrétta hönd formannsins og svaraði Bjarna á mállýsku sem er nú þegar til rannsóknar hjá ýmsum málverndarhópum á netinu. Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin — bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 „Hér er hugmynd… hvar er nýja stjórnarskráin?“ svarar Bassi og bregður fyrir sig, að hætti frægra, enskunni: „With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin“. Þegar þetta er skrifað hefur Bjarni ekki enn brugðist við þeim hugmyndum eða hinum óvæntu svörum Bassa. Og mun líklega hugsa sig um tvisvar áður en hann hættir sér í Bassa og félaga. Kosningabarátta eða ekki kosningabarátta. Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Bassi Maraj er ein skærasta stjarnan á Íslandi í dag, er nýbúinn að senda frá sér rapplag sem er að gera það gott á Spotify svo um munar en Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem nálgast má á Stöð2 plús; sem fjallar um ævintýri Patriks Jaime og litríkra félaga hans. Bassi lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og sló óvænt fram yfirlýsingu á Twittersíðu sinni þar sem hann væri nú svo hugmyndaríkur að hann ætti að splæsa í nokkrar góðar hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er svo hugmyndaríkur ég ætti að gera hugmyndir fyrir sjálfstæðisflokkinn— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Bjarni sá sér leik á borði, að koma á samtali við yngri kynslóðina og þá sem frægastir eru í þeim ranni: „Allar hugmyndir vel þegnar,“ skrifað hann við þennan status sem virtist hin líknandi hönd. En viðbrögðin voru alveg örugglega ekki í samræmi við væntingar formanns Sjálfstæðisflokksins. Bassi snéri uppá sig svo um munaði, sló á útrétta hönd formannsins og svaraði Bjarna á mállýsku sem er nú þegar til rannsóknar hjá ýmsum málverndarhópum á netinu. Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin — bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 „Hér er hugmynd… hvar er nýja stjórnarskráin?“ svarar Bassi og bregður fyrir sig, að hætti frægra, enskunni: „With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin“. Þegar þetta er skrifað hefur Bjarni ekki enn brugðist við þeim hugmyndum eða hinum óvæntu svörum Bassa. Og mun líklega hugsa sig um tvisvar áður en hann hættir sér í Bassa og félaga. Kosningabarátta eða ekki kosningabarátta.
Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira