Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 18:46 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn var á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/ArnarHalldórs Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira