Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 18:46 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn var á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/ArnarHalldórs Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira