Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2021 07:01 Wahid Faghir [t.v.] fagnar marki sínu fyrir Vejle gegn SønderjyskE í febrúar á þessu ári. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð. Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira