Hefðu átt að velja annan varaflugvöll áður en lagt var í „martraðarflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:19 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Skjáskot Illa var staðið að vali á varaflugvelli miðað við veðurskilyrði þegar flugvél Icelandair var flogið til Manchester 23. febrúar 2017. Þá var óveðursboðum ekki gerð nægilega góð skil í flugáætlun umræddan morgun. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Flugi TF-FIP hefur verið lýst sem sannkölluðu „martraðarflugi“ í fjölmiðlum. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. Flugi hafði víða verið frestað í Bretlandi þennan dag vega stormsins Dorisar og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Engu betri aðstæður í Liverpool Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar. Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Hefðu átt að sækjast eftir uppfærslum Greint var frá því árið 2018 að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefði tekið flugið til rannsóknar. Skýrslan, sem er rúmar fimmtíu blaðsíður og rituð á ensku, var samþykkt 15. mars síðastliðinn og birt á vef nefndarinnar í dag. Fram kemur í skýrslunni að Veðurstofa Bretlands hafi gefið út veðurviðvaranir strax tveimur dögum fyrir flugið. Í kjölfarið hafi verið gefin út svokölluð SIGMET-skeyti, eða óveðursboð. Slík skeyti eru höfð með í flugáætlun þegar við á og slíkt var viðhaft áður en vélin tókst á loft umræddan febrúarmorgun. Þrenn óveðursboð voru í flugáætluninni, sem rannsóknarnefndin segir að hafi verið tilefni til ítarlegrar skoðunar með tilliti til eldsneytisstöðu og vals á varaflugvelli til lendingar. Þá hefði áhöfnin eða flugrekstraraðili með réttu átt að sækjast eftir uppfærslu á óveðursboðum meðan á fluginu stóð. Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugstjórinn hafi hins vegar verið meðvitaðir um óveðursboðin þrjú í gögnum flugsins. Notfærði sér ekki vald sitt Þá telur nefndin að í ljósi veðurskilyrða hafi það verið óráðlegt af flugumsjónarmanni að velja flugvöllinn í Liverpool sem varalendingarstað. Liverpool-völlurinn hafi verið innan þess svæðis sem óveðursboðin náðu til og hann hefði því átt að velja annan flugvöll þar sem veðurskilyrði voru betri. Þá bendir nefndin á að flugstjórinn hafi vald til að breyta varalendingarstaðnum en hafi ekki notfært sér það í umrætt skipti. Nefndin leggur til að SIGMET-óveðursboðum verði framvegis gert hærra undir höfði í flugáætlunum, auk þess sem óveðursboðin skuli sett fram á myndrænan hátt. Þannig geti áhöfn betur séð fyrir sér svæðið sem er undir. UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þá báru farþegar flugferðinni heldur illa söguna. „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins. Samgönguslys Icelandair Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Flugi TF-FIP hefur verið lýst sem sannkölluðu „martraðarflugi“ í fjölmiðlum. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. Flugi hafði víða verið frestað í Bretlandi þennan dag vega stormsins Dorisar og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Engu betri aðstæður í Liverpool Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar. Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Hefðu átt að sækjast eftir uppfærslum Greint var frá því árið 2018 að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefði tekið flugið til rannsóknar. Skýrslan, sem er rúmar fimmtíu blaðsíður og rituð á ensku, var samþykkt 15. mars síðastliðinn og birt á vef nefndarinnar í dag. Fram kemur í skýrslunni að Veðurstofa Bretlands hafi gefið út veðurviðvaranir strax tveimur dögum fyrir flugið. Í kjölfarið hafi verið gefin út svokölluð SIGMET-skeyti, eða óveðursboð. Slík skeyti eru höfð með í flugáætlun þegar við á og slíkt var viðhaft áður en vélin tókst á loft umræddan febrúarmorgun. Þrenn óveðursboð voru í flugáætluninni, sem rannsóknarnefndin segir að hafi verið tilefni til ítarlegrar skoðunar með tilliti til eldsneytisstöðu og vals á varaflugvelli til lendingar. Þá hefði áhöfnin eða flugrekstraraðili með réttu átt að sækjast eftir uppfærslu á óveðursboðum meðan á fluginu stóð. Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugstjórinn hafi hins vegar verið meðvitaðir um óveðursboðin þrjú í gögnum flugsins. Notfærði sér ekki vald sitt Þá telur nefndin að í ljósi veðurskilyrða hafi það verið óráðlegt af flugumsjónarmanni að velja flugvöllinn í Liverpool sem varalendingarstað. Liverpool-völlurinn hafi verið innan þess svæðis sem óveðursboðin náðu til og hann hefði því átt að velja annan flugvöll þar sem veðurskilyrði voru betri. Þá bendir nefndin á að flugstjórinn hafi vald til að breyta varalendingarstaðnum en hafi ekki notfært sér það í umrætt skipti. Nefndin leggur til að SIGMET-óveðursboðum verði framvegis gert hærra undir höfði í flugáætlunum, auk þess sem óveðursboðin skuli sett fram á myndrænan hátt. Þannig geti áhöfn betur séð fyrir sér svæðið sem er undir. UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þá báru farþegar flugferðinni heldur illa söguna. „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.
Samgönguslys Icelandair Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira