Jörðinni stafar ekki ógn af smástirnum næstu hundrað ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 14:26 Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Nasa Geimferðastofnun Bandaríkjanna segir jarðarbúum ekki lengur stafa ógn af smástirninu Apophis. Ja, að minnsta kosti ekki næstu hundrað ár. Nasa hafði áður útnefnt Apophis það smástirni sem væri einna hættulegast jörðinni. Apophis var fyrst uppgötvað árið 2004 og spáðu vísindamenn því að smástirni myndi fara glannalega nálægt jörðu árin 2029 og 2036. Síðar var það dregið til baka en greint frá því að enn væri einhver hætta á árekstri árið 2068. Nú hefur Nasa hins vegar útilokað það og sagt jörðina örugga næstu öld. Apophis var nefnt í höfuðið á egypskum guði ringulreiðar og myrkurs en það er talið vera um 340 í þvermál, sem jafngildir um það bil þremur knattspyrnuvöllum. Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Þótt árekstur hafi verið útilokaður mun það fara ansi nálægt jörðu árið 2029, eða í um 32 þúsund kílómetra fjarlægð. Það jafngildir einum tíunda af fjarlægðinni milli jarðarinnar og tunglsins. Hægt verður að sjá smástirnið með berum augum frá Asíu, Afríku og sums staðar í Evrópu. Geimferðarstofnunin hefur borið kennsl á þrjú smástirni sem kunna að fara nálægt jörðu einn daginn. 1950 AD mun koma ískyggilega nálægt því að lenda á jörðinni árið 2880 en vísindamenn segja möguleikann þó aðeins um 0,012 prósent. Þá eru 4,7 prósent líkur á að smástirnið 2010 RF12 rekist á jörðu árið 2095. Það er þó svo lítið að það er ekki talið hættulegt. 2012 HG2 gæti mögulega lent á jörðinni árið 2052, og er einna líklegast til þess af þekktum smástirnum, en hættan sem stafar af því er þó tiltölulega lítil þar sem það myndi í raun ekki „lenda“ í eiginlegri merkingu heldur brenna upp í andrúmsloftinu líkt og 2010 RF12. Geimurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Apophis var fyrst uppgötvað árið 2004 og spáðu vísindamenn því að smástirni myndi fara glannalega nálægt jörðu árin 2029 og 2036. Síðar var það dregið til baka en greint frá því að enn væri einhver hætta á árekstri árið 2068. Nú hefur Nasa hins vegar útilokað það og sagt jörðina örugga næstu öld. Apophis var nefnt í höfuðið á egypskum guði ringulreiðar og myrkurs en það er talið vera um 340 í þvermál, sem jafngildir um það bil þremur knattspyrnuvöllum. Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Þótt árekstur hafi verið útilokaður mun það fara ansi nálægt jörðu árið 2029, eða í um 32 þúsund kílómetra fjarlægð. Það jafngildir einum tíunda af fjarlægðinni milli jarðarinnar og tunglsins. Hægt verður að sjá smástirnið með berum augum frá Asíu, Afríku og sums staðar í Evrópu. Geimferðarstofnunin hefur borið kennsl á þrjú smástirni sem kunna að fara nálægt jörðu einn daginn. 1950 AD mun koma ískyggilega nálægt því að lenda á jörðinni árið 2880 en vísindamenn segja möguleikann þó aðeins um 0,012 prósent. Þá eru 4,7 prósent líkur á að smástirnið 2010 RF12 rekist á jörðu árið 2095. Það er þó svo lítið að það er ekki talið hættulegt. 2012 HG2 gæti mögulega lent á jörðinni árið 2052, og er einna líklegast til þess af þekktum smástirnum, en hættan sem stafar af því er þó tiltölulega lítil þar sem það myndi í raun ekki „lenda“ í eiginlegri merkingu heldur brenna upp í andrúmsloftinu líkt og 2010 RF12.
Geimurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira