Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 10:03 Skipið er fast. Pikkfast. Gervihnattamynd/2021 Maxar Technologies. Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“ Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00