Á listanum eru einnig Hauklandsströnd í Noregi í fyrsta sæti, Cala Goloritzé á Ítalíu í öðru sæti og West Beach í Skotlandi.
Rauðasandur er vinsæll meðal ferðamanna, bæði íslenskra og útlendra, enda gullfallegur. Rauður einkennislitur sandsins er tilkominn vegna hörpuskelja, sem hafa malast og myndað fallega ströndina.
Aðrar strandir sem prýða þennan lista eru Plage de Palombaggia á Korsíku, Platja Illetes á Spáni, Barafundle Bay í Wales, Praia da Arrifana í Portúgal, Cala Macarella á Menorku, Navagio strönd á Spáni, Platja de Coll Baix á Mallorka, Île de Porquerolles í Frakklandi og fleiri.