Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 16:01 Pablo Cesar Bertone á ferðinni með boltann í leik Hauka og Njarðvíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti