Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 17:39 Umboðsmaður gerir ekki athugasemd við úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira