Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 17:39 Umboðsmaður gerir ekki athugasemd við úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda