Innlent

Einn lenti í snjó­flóði í Hnífs­dal í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Snjóflóð féll í Hnífsdal í kvöld.
Snjóflóð féll í Hnífsdal í kvöld. Lögreglan á Vestfjörðum

Einn varð undir í snjóflóði sem féll úr Traðargili við Búðarhyrnu í Hnífsdal í kvöld. Sjónarvottar sem sáu snjóflóðið hrífa aðilann niður hlíðina hringdu í viðbragðsaðila og var lögregla og annað hjálparlið kallað út.

Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum gekk vel að finna manneskjuna í flóðinu þar sem hún hafði verið með réttan útbúnað og hafði náð að sprengja út snjóflóðabakpoka sem hún hafði á sér og flaut hún því efst í flóðinu.

Lögreglan var kölluð út fyrr í kvöld, þegar að tilkynnt var um að snjóflóð hafði fallið úr Traðargili við Búðarhyrnu í...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Monday, March 29, 2021

Einstaklingurinn slapp vel úr flóðinu en var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til læknisskoðunar með litla áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×