Galið að enn sé komið fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:30 Frá leik Hauka og Vals í Olís deildinni í vetur. Valskonan Auður Ester Gestsdóttir reynir hér að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur hjá Haukum. Vísir/Hulda Margrét Íslenskur dósent í íþróttafræði vinnur að því að koma upp rannsóknarsetri sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér. Heilsa Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér.
Heilsa Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira