Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2021 12:00 Þorsteinn Már forstjóri Samherja og þeir félagar í Kveik, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21