Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2021 12:46 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30
Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09