Blind þarf að fara í aðgerð en vonast til að ná EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 20:30 Það var strax ljóst að eitthvað slæmt hafði gerst eftir að Blind festi takkana í gervigrasinu er Holland lagði Gíbraltar 7-0 á útivelli. Pablo Morano/Orange Pictures Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, meiddist illa í 7-0 sigri Hollands á Gíbraltar í undankeppni HM 2022 á dögunum. Hann er bjartsýnn og stefnir á að ná EM í sumar en það verður að teljast ólíklegt. Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira