Bæði Nettavisen og Eurosport hafa skrifað um að stjórn norska félagsins hafi fundað í dag vegna ásakana á hendur Henrik Pedersen en talið er að hann hafi látið frá sér kynþáttafull og niðurlægjandi ummæli.
Henrik sjálfur er sagður hafa verið að grínast með ummælin en ónafngreindur heimildarmaður Nettavisen segir að Daninn stýri félaginu með harðri hendi og stjórnunarhættir hans séu harðir. Hann gæti fengið sparkið á næstu dögum vegna skilaboðanna.
Nettavisen hefur séð SMS sem Henrik er sagður hafa sent frá sér og þar má finna rasísk og niðrandi skilaboð. Hann er sjálfur sagður hafa setið fundi með norska liðinu til að komast til botns í málinu.
Strømsgodset gjennomførte intern gransking etter rasistiske uttalelser fra treneren https://t.co/g5l8Su1xfs
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) April 2, 2021
„Í dag viljum við ekki tjá okkur um þetta,“ sagði Lindseth Andersen, framkvæmdastjóri Strømsgodset, í SMS-skilaboðum til Eurosport. Henrik sjálfur hefur heldur ekki svarað skilaboð Eurosport eða Nettavisen.
Hann hefur verið þjálfari Strømsgodset síðan sumarið 2019 en einnig hefur hann þjálfað HB Koge, Braunschweig og verið aðstoðarþjálfari Union Berlin. Einnig hefur hann starfað í Salzburg.
Með norska liðinu leika U21 árs landsliðsmennirnir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Þeir eru væntanlega nýkomnir til Norges eftir að hafa leikið með íslenska U21 árs landsliðinu á EM í Ungverjalandi.
Rasistiske bemerkninger fra treneren har sørget for møter i Godset. #ESNballhttps://t.co/2wSmsKmjGU pic.twitter.com/szlXl6dJJi
— Eurosport Norge (@EurosportNorge) April 2, 2021