Auðlindin virkar vel á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2021 14:04 Klara Öfjörð, sem er í forstöðumaður Auðlindarinnar á Selfossi, sem er til húsa í Gagnheiði 51. Magnús Hlynur Hreiðarsson Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. Auðlindin er rekin á vegum félagsþjónustunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg og er atvinnu og virkni úrræði fyrir fólk á aldrinum 16 til 30 ára. Starfsemin hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en menn þorðu að vona í upphafi. Klara Öfjörð er forstöðumaður Auðlindarinnar. „Hérna horfum við á hvern og einn einstakling, sem kemur hérna inn og vinnum út frá því. Ef að viðkomandi hefur áhuga á til dæmis tölvum, þá erum við jafnvel að setja saman til tölvur og búa til tölvuborð og smíðum svo nýjar tölvur. Svo erum við með streymi fyrir bæjarstjórnarfundi og fyrir þær stofnanir, sem eru hérna í sveitarfélaginu,“ segir Klara. Emblukonur gáfu Auðlindinni Þrívíddarprentara en hér eru þær frá vinstri, Kristjana Björg Júlíusdóttir, formaður Embla, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Klara, sem tók við gjöfinni og María Hauksdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi starfsemi hefur fengið mjög góðar viðtökur? „Já, mér finnst allavega fólk hér í samfélaginu taka þessu ótrúlega vel og það er alltaf boðið og búið að hjálpa til, það er alveg sama hvar maður leitar, það eru alltaf allir tilbúnir til að taka höndum saman og styðja við okkur.“ Nýjasta dæmið um velvild til Auðlindarinnar er Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, sem er eingöngu skipaður konum en þær komu færandi hendi í vikunni og gáfu Auðlindinni þrívíddarprentara að bestu gerð. Þórdís Eygló Sigurðardóttir er í klúbbnum. „Mér líst mjög vel á þessa starfsemi, þetta er alveg ofboðslega flott verkefni hérna og svona starfsemi eru er nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi held ég,“ sagði Þórdís. Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram í Auðlindinni þar sem tekist er á við fjölbreytt og skapandi verkefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Auðlindin er rekin á vegum félagsþjónustunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg og er atvinnu og virkni úrræði fyrir fólk á aldrinum 16 til 30 ára. Starfsemin hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en menn þorðu að vona í upphafi. Klara Öfjörð er forstöðumaður Auðlindarinnar. „Hérna horfum við á hvern og einn einstakling, sem kemur hérna inn og vinnum út frá því. Ef að viðkomandi hefur áhuga á til dæmis tölvum, þá erum við jafnvel að setja saman til tölvur og búa til tölvuborð og smíðum svo nýjar tölvur. Svo erum við með streymi fyrir bæjarstjórnarfundi og fyrir þær stofnanir, sem eru hérna í sveitarfélaginu,“ segir Klara. Emblukonur gáfu Auðlindinni Þrívíddarprentara en hér eru þær frá vinstri, Kristjana Björg Júlíusdóttir, formaður Embla, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Klara, sem tók við gjöfinni og María Hauksdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi starfsemi hefur fengið mjög góðar viðtökur? „Já, mér finnst allavega fólk hér í samfélaginu taka þessu ótrúlega vel og það er alltaf boðið og búið að hjálpa til, það er alveg sama hvar maður leitar, það eru alltaf allir tilbúnir til að taka höndum saman og styðja við okkur.“ Nýjasta dæmið um velvild til Auðlindarinnar er Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, sem er eingöngu skipaður konum en þær komu færandi hendi í vikunni og gáfu Auðlindinni þrívíddarprentara að bestu gerð. Þórdís Eygló Sigurðardóttir er í klúbbnum. „Mér líst mjög vel á þessa starfsemi, þetta er alveg ofboðslega flott verkefni hérna og svona starfsemi eru er nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi held ég,“ sagði Þórdís. Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram í Auðlindinni þar sem tekist er á við fjölbreytt og skapandi verkefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira