Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2021 23:01 KR - Stjarnan í Domino's deild karla veturinn 2019-2020. Vísir/Bára Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira