Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 10:22 Tvær af þremur kröfum höfðu borist Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. Kærurnar þrjár eru lagðar fram af gestum hótelsins sem krefjast þess að fá að taka út sóttkvína heima. Lögum samkvæmt ber sóttvarnalækni að sækja málið fyrir dómi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn kröfugerð sinni og krefst hann þess að ákvörðun um sóttkví á hótelinu verði staðfest. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sæi ekki ástæðu til þess að breyta reglugerðinni þar sem hún teldi traustan lagagrundvöll fyrir henni. Ekki eru þó allir sáttir við dvölina á sóttkvíarhótelinu. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Jón Magnússon, lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu, að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða. Konan krefðist þess að fá að taka út sína sóttkví á heimili sínu „Í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón, aðspurður hvort nauðungarvistun væri réttnefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Kærurnar þrjár eru lagðar fram af gestum hótelsins sem krefjast þess að fá að taka út sóttkvína heima. Lögum samkvæmt ber sóttvarnalækni að sækja málið fyrir dómi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn kröfugerð sinni og krefst hann þess að ákvörðun um sóttkví á hótelinu verði staðfest. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sæi ekki ástæðu til þess að breyta reglugerðinni þar sem hún teldi traustan lagagrundvöll fyrir henni. Ekki eru þó allir sáttir við dvölina á sóttkvíarhótelinu. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Jón Magnússon, lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu, að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða. Konan krefðist þess að fá að taka út sína sóttkví á heimili sínu „Í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón, aðspurður hvort nauðungarvistun væri réttnefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42