De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2021 10:01 David De Gea gæti verið á förum frá Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira