De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2021 10:01 David De Gea gæti verið á förum frá Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira