„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 19:12 Lögregla og heilbrigðisstarfsfólk við sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Vísir/Arnar Halldórsson Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. Kröfugerð frá sóttvarnalækni var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna gesta sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún sem kröfðust þess að fá að ljúka sóttkví heima hjá sér. „Það verður vonandi kveðinn upp úrskurður eins fljótt og verða má. Ég bind vonir við að það geti orðið á morgun en dómari svo sem lofaði engu í þeim efnum. Þetta er náttúrlega viðamikið mál og gríðarlega veigamiklir hagsmunir, ekki bara okkar umbjóðenda heldur líka allra þeirra tvö hundruð einstaklinga sem eru núna frelsissviptir uppi í þessu sóttkvíarhóteli,“ segir Ómar. „Dómarinn gaf nú frekar til kynna að þetta gæti tekið dálítinn tíma,“ segir Ómar. „Það voru vel fluttar og góðar ræður af hálfu allra sakflytjenda beggja vegna borðsins þannig að dómari hefur margt að íhuga.“ Vonar að stjórnvöld breyti reglugerð Fyrirtaka hófst síðdegis og var þinghald lokað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að honum þyki sérkennilegt að þurfa að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verða þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm sem Ómari er kunnugt um. „Ég hef trú á málstað míns umbjóðenda og það er ekki annað að heyra en að sóttvarnalæknir, eða lögmaður sakflytjenda sóttvarnalæknis, sé þegar aðeins byrjaður að bakka með það hversu vel á að vanda til verka við það að gera þessa reglugerð. Ég vona bara innilega að stjórnvöld séu þegar farin að huga að því hvernig þau geta breytt þessari reglugerð vegna þess að hún gengur ekki upp í því formi sem hún er í í dag,“ segir Ómar. Ómar er einn þriggja lögmanna sem ráku mál sitt fyrir hönd skjólstæðinga sinna í hérðasdómi í dag. „Ég hef fengið tvö önnur mál inn á borð til mín sem varða annars vegar hjón með lítið barn og hins vegar par og ég hef vakið athygli sóttvarnalæknis á því að þessir einstaklingar vilja bera ákvörðun um sóttkví undir dómsstól og annað erindið hefur verið staðfest móttekið en ekki hitt, ég geri ráð fyrir að það gerist bara mjög fljótlega.“ Úrskurður í þeim málum sem rakin voru fyrir rétti í dag sem mögulega er væntanlegur á morgun kann að vera fordæmisgefandi fyrir aðra sem skikkaðir eru í sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Þeim sem að þessu máli koma er dálítið þröngur stakkur skorinn hvað varðar það að skjóta málinu til Landsréttar því að það geta verið hjá liðnir þeir hagsmunir sem hægt er að bera undir Landsrétt þegar að að því kemur að niðurstaða liggur fyrir. Það er að segja, þú getur ekki borið undir Landsrétt lögspurningu, þú verður að eiga lögvarða hagsmuni, þú getur ekki lengur kært ákvörðunina ef þú ert ekki lengur bundinn við sóttkvína,“ útskýrir Ómar. Þórólfur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu í gær þar sem hann benti á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kröfugerð frá sóttvarnalækni var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna gesta sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún sem kröfðust þess að fá að ljúka sóttkví heima hjá sér. „Það verður vonandi kveðinn upp úrskurður eins fljótt og verða má. Ég bind vonir við að það geti orðið á morgun en dómari svo sem lofaði engu í þeim efnum. Þetta er náttúrlega viðamikið mál og gríðarlega veigamiklir hagsmunir, ekki bara okkar umbjóðenda heldur líka allra þeirra tvö hundruð einstaklinga sem eru núna frelsissviptir uppi í þessu sóttkvíarhóteli,“ segir Ómar. „Dómarinn gaf nú frekar til kynna að þetta gæti tekið dálítinn tíma,“ segir Ómar. „Það voru vel fluttar og góðar ræður af hálfu allra sakflytjenda beggja vegna borðsins þannig að dómari hefur margt að íhuga.“ Vonar að stjórnvöld breyti reglugerð Fyrirtaka hófst síðdegis og var þinghald lokað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að honum þyki sérkennilegt að þurfa að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verða þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm sem Ómari er kunnugt um. „Ég hef trú á málstað míns umbjóðenda og það er ekki annað að heyra en að sóttvarnalæknir, eða lögmaður sakflytjenda sóttvarnalæknis, sé þegar aðeins byrjaður að bakka með það hversu vel á að vanda til verka við það að gera þessa reglugerð. Ég vona bara innilega að stjórnvöld séu þegar farin að huga að því hvernig þau geta breytt þessari reglugerð vegna þess að hún gengur ekki upp í því formi sem hún er í í dag,“ segir Ómar. Ómar er einn þriggja lögmanna sem ráku mál sitt fyrir hönd skjólstæðinga sinna í hérðasdómi í dag. „Ég hef fengið tvö önnur mál inn á borð til mín sem varða annars vegar hjón með lítið barn og hins vegar par og ég hef vakið athygli sóttvarnalæknis á því að þessir einstaklingar vilja bera ákvörðun um sóttkví undir dómsstól og annað erindið hefur verið staðfest móttekið en ekki hitt, ég geri ráð fyrir að það gerist bara mjög fljótlega.“ Úrskurður í þeim málum sem rakin voru fyrir rétti í dag sem mögulega er væntanlegur á morgun kann að vera fordæmisgefandi fyrir aðra sem skikkaðir eru í sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Þeim sem að þessu máli koma er dálítið þröngur stakkur skorinn hvað varðar það að skjóta málinu til Landsréttar því að það geta verið hjá liðnir þeir hagsmunir sem hægt er að bera undir Landsrétt þegar að að því kemur að niðurstaða liggur fyrir. Það er að segja, þú getur ekki borið undir Landsrétt lögspurningu, þú verður að eiga lögvarða hagsmuni, þú getur ekki lengur kært ákvörðunina ef þú ert ekki lengur bundinn við sóttkvína,“ útskýrir Ómar. Þórólfur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu í gær þar sem hann benti á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira