Frumsýning hjá Haaland á Etihad Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2021 14:01 Erling Braut Haaland er mættur til Manchester ásamt liðsfélögum sínum. Hávær orðrómur er um að Haaland gæti gengið til lið við Manchester City í sumar sem arftaki Sergio Aguero. getty/Alexandre Simoes Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira