Íslenskur snjallhringur vekur athygli erlendra fjölmiðla Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 17:10 Genki tókst að koma fyrir litlum skjá og þremur tökkum á þetta litla tæki. Genki Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Genki hefur sett á markað snjallhringinn Wave for Work sem gerir fólki kleift að stýra forritum á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint og Spotify með einföldum handahreyfingum. Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures. Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Varan hefur þegar vakið athygli erlendis og verið til umfjöllunar hjá stórum tæknimiðlum á borð við Engadget, Fast Company, TechRadar og Apple Insider. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Genki. Þrír takkar eru á hringnum auk skjás sem sýnir upplýsingar á borð við hljóðstyrk eða hvort hljóðnemi sé virkur á fjarfundum. Þá er hægt að sníða hringinn að ólíkum fingrastærðum. Um er að ræða breytta útgáfu af tónlistarhringnum Wave sem Genki setti á markað árið 2018. Tækið gerir tónlistarfólki kleift að stýra hljóði, breyta effektum og senda skipanir með handahreyfingum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Wave hafi selst í þúsunda tali um allan heim og tónlistarfólk eins og Daði Freyr, Imogen Heap og Jamie Lidell nýtt hann við sköpun sína. Þá kynnti Genki hringinn Halo sem notaður er til að stýra glærum og kynningum á nýjan máta í fyrra. Fengu hugmyndina þegar faraldurinn skall á „Það hefur lengi blundað í okkur að stækka notkunarsvið hringsins út fyrir tónlist. Þegar við byrjuðum að vinna heiman frá, í upphafi kófsins, nýttum við okkur Wave til að stýra Zoom. Við fundum strax að það gerði lífið einfaldara,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki, í tilkynningu. „Wave for Work byggir á sama notendavæna vélbúnaði og Wave, en við endurhönnuðum virkni hringsins til að stýra forritum sem við notum daglega. Til dæmis er hægt að slökkva á hljóðnema á Zoom, skipta um glæru í PowerPoint eða hækka tónlist á Spotify, hvar sem er innan heimilisins. Það býður upp á aukið frelsi og möguleika sem við höfum aldrei séð áður.“ Wave for Work hefur allt að tíu metra drægni og tengist hugbúnaði sem býður notendum upp á að sérsníða virkni hans. Hringurinn styður hugbúnað á borð við Zoom, Microsoft Teams, PowerPoint, Keynote, Spotify, Photoshop og OBS og fer listi forrita vaxandi. Genki hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir Wave-hringinn. Hluthafar í Genki eru Tennin, Davíð Helgason, Jón von Tetzchner og Nordic Web Ventures.
Nýsköpun Stafræn þróun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019. 15. nóvember 2019 07:40
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31
Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Genki Instruments er íslenskur tónlistartæknisproti sem hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri fyrir tónlistarmenn. Fyrsta varan er tilbúin og er væntanleg á markað snemma í næsta mánuði. 27. febrúar 2018 08:00