Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2021 19:20 Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að skjóta lagalegum stoðum undir að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli á milli skimana eftir komuna til landsins. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. Það er augljóst að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki sáttur við þá stöðu sem upp er komin eftir að héraðsdómur dæmdi það ólöglegt að skylda fólk í sóttkví á sóttkvíarhótelum. Það takmarkaði mjög nauðsynlegar sóttvarnaaðgerðir og sem nauðsynlegt væri að skjóta lagalegum stoðum undir. Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti um sóttkvíarhótel var felld úr gildi af héraðsdómi í gær. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að skjóta lagastoðum undir heimild til þessa.Vísir/Vilhelm „Já, ef við ætlum að tryggja sýkinga- og sóttvarnir. Eins og ég hef margoft sagt áður er helsta hættan okkar núna að fá smit í gegnum landamærin,“ segir sóttvarnalæknir. Að skylda alla óbólusetta ferðamenn sem heldur hafi ekki fengið sjúkdóminn í sóttkví á hótelum hafi verið til að girða fyrir þekkta veikleika. „Ef okkur tekst það ekki held ég að við munum fá meira smit innanlands. Þá þurfum við væntanlega að búa við meiri takmarkanir innanlands ef við ætlum að halda þessum faraldri í skefjum þar til við náum meiri útbreiðslu bólusetninga,“ segir Þórólfur. Þannig gæti aflétting þeirra ströngu samkomutakmarkana sem nú væru í gildi gengið hægar fyrir sig. Á miðnætti tók reglugerð dómsmálaráðherra síðan gildi sem heimilar fólki utan Schengen og evrópska efnahagssvæðisins sem hefur annað hvort jafnað sig á covid eða fengið bólusetningu að koma til landsins eftir eina skimun og komu fyrstu farþegarnir frá Bandaríkjunum í morgun. Bandaríkin hafa hins vegar ekki enn opnað fyrir ferðamenn inn til sín. Þórólfi segir að 70 til 80 prósent þeirra sem greinist á landamærunum mæti með PCR vottorð reynist eingu að síður smitaðir. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það eru svona margir að greinast í seinni skimun núna. Helmingurinn. Sem segir okkur að það þarf ennþá frekar að tryggja að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum í sinni sóttkví,“ segir Þórólfur. Það sé erfitt að hafa eftirlit með því nema allir taki sóttkvína út á sóttkvíarhótelum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra telur farsælast að fara að ráðleggingum sérfræðinga nú eins og hingað til varðandi sóttvarnareglur.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir þann árangur sem hér hafi náðst ekki vera tilviljun. Hann hafi náðst með samstilltu átaki margra. „Þetta hefur tekist af því að við höfum gert það sem þarf að gera þegar þarf að gera það. Og það hefur verið talað um að við njótum þeirrar gæfu á Íslandi að hlustað hafi verið á ráð sérfræðinganna og þeim verið fylgt. Það er vænlegast til áframhaldandi árangurs að svo verði áfram,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Það er augljóst að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki sáttur við þá stöðu sem upp er komin eftir að héraðsdómur dæmdi það ólöglegt að skylda fólk í sóttkví á sóttkvíarhótelum. Það takmarkaði mjög nauðsynlegar sóttvarnaaðgerðir og sem nauðsynlegt væri að skjóta lagalegum stoðum undir. Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti um sóttkvíarhótel var felld úr gildi af héraðsdómi í gær. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að skjóta lagastoðum undir heimild til þessa.Vísir/Vilhelm „Já, ef við ætlum að tryggja sýkinga- og sóttvarnir. Eins og ég hef margoft sagt áður er helsta hættan okkar núna að fá smit í gegnum landamærin,“ segir sóttvarnalæknir. Að skylda alla óbólusetta ferðamenn sem heldur hafi ekki fengið sjúkdóminn í sóttkví á hótelum hafi verið til að girða fyrir þekkta veikleika. „Ef okkur tekst það ekki held ég að við munum fá meira smit innanlands. Þá þurfum við væntanlega að búa við meiri takmarkanir innanlands ef við ætlum að halda þessum faraldri í skefjum þar til við náum meiri útbreiðslu bólusetninga,“ segir Þórólfur. Þannig gæti aflétting þeirra ströngu samkomutakmarkana sem nú væru í gildi gengið hægar fyrir sig. Á miðnætti tók reglugerð dómsmálaráðherra síðan gildi sem heimilar fólki utan Schengen og evrópska efnahagssvæðisins sem hefur annað hvort jafnað sig á covid eða fengið bólusetningu að koma til landsins eftir eina skimun og komu fyrstu farþegarnir frá Bandaríkjunum í morgun. Bandaríkin hafa hins vegar ekki enn opnað fyrir ferðamenn inn til sín. Þórólfi segir að 70 til 80 prósent þeirra sem greinist á landamærunum mæti með PCR vottorð reynist eingu að síður smitaðir. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það eru svona margir að greinast í seinni skimun núna. Helmingurinn. Sem segir okkur að það þarf ennþá frekar að tryggja að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum í sinni sóttkví,“ segir Þórólfur. Það sé erfitt að hafa eftirlit með því nema allir taki sóttkvína út á sóttkvíarhótelum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra telur farsælast að fara að ráðleggingum sérfræðinga nú eins og hingað til varðandi sóttvarnareglur.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir þann árangur sem hér hafi náðst ekki vera tilviljun. Hann hafi náðst með samstilltu átaki margra. „Þetta hefur tekist af því að við höfum gert það sem þarf að gera þegar þarf að gera það. Og það hefur verið talað um að við njótum þeirrar gæfu á Íslandi að hlustað hafi verið á ráð sérfræðinganna og þeim verið fylgt. Það er vænlegast til áframhaldandi árangurs að svo verði áfram,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11