Spennt að sjá hvað Sveindís Jane hefur fram að færa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 07:00 Það er búist við miklu af Sveindísi Jane í Svíþjóð. vísir/vilhelm Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni. Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira