Fótbolti.net greinir frá þessu en þeir segja að KSÍ greini frá þessu í bréfi til aðildarfélaga sinna. Í fréttinu segir einnig:
„Í bréfinu kemur einnig fram að í framhaldinu hafi verið send inn ný beiðni um undanþágu til æfinga með bolta en á öðrum forsendum. Svar við þeirri umsókn hefur ekki borist.“
Ekki má stunda íþróttir fram til 15. apríl samkvæmt núverandi reglum. Pepsi Max deild karla á að hefjast 22. apríl og Pepsi Max kvenna þann 4. maí.