Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 09:31 Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Einar Árnason Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45