Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 11:00 Valdís Þóra Jónsdóttir hefur glímt við erfið meiðsli. vísir/sigurjón Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun. „Þetta er bara samblanda af því að vera mjög erfitt og sorglegt, en á sama tíma líka smá léttir,“ sagði Valdís Þóra í viðtali í gær. Eins og áður segir voru það miklir verkir seinustu ár sem urðu til þess að Valdís tók þessa ákvörðun. „Ég var að vakna ef ég fór í ákveðnar stellingar, ég velti mér yfir á vinstri og velti mér yfir á hægri. Ég gat ekki sest upp í rúminu eins og þrítug manneskja á að geta gert.“ „Það var svosem lítið annað í stöðunni, ég á alveg nokkur ár eftir lifandi, vonandi mörg. Ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum.“ Valdís Þóra varð Evrópumeistari með íslenska landsliðinu 2018.vísir/sigurjón Valdís horfir til baka yfir ferilinn með stolti. „Auðvitað voru einhver markmið sem ég náði ekki og það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. En ég held að ég sé bara stolt af því sem ég hef náð.“ Viðtalið við Valdísi má sjá hér fyrir neðan. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Þetta er bara samblanda af því að vera mjög erfitt og sorglegt, en á sama tíma líka smá léttir,“ sagði Valdís Þóra í viðtali í gær. Eins og áður segir voru það miklir verkir seinustu ár sem urðu til þess að Valdís tók þessa ákvörðun. „Ég var að vakna ef ég fór í ákveðnar stellingar, ég velti mér yfir á vinstri og velti mér yfir á hægri. Ég gat ekki sest upp í rúminu eins og þrítug manneskja á að geta gert.“ „Það var svosem lítið annað í stöðunni, ég á alveg nokkur ár eftir lifandi, vonandi mörg. Ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum.“ Valdís Þóra varð Evrópumeistari með íslenska landsliðinu 2018.vísir/sigurjón Valdís horfir til baka yfir ferilinn með stolti. „Auðvitað voru einhver markmið sem ég náði ekki og það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. En ég held að ég sé bara stolt af því sem ég hef náð.“ Viðtalið við Valdísi má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira