Kaupir bréf í Arion banka fyrir um milljarð króna Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 13:45 Reynir Grétarsson seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er kominn í hóp um þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka eftir að hafa keypt bréf í bankanum fyrir um milljarð króna. Keypti hann talsvert af þeim tæplega 10% eignarhlut sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi í Arion banka í mars. Markaðurinn greinir frá þessu en Reynir seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leitchman Capital. Áætlað er að virði hlutarins sem Reynir seldi geti verið allt að tíu milljarðar króna. Reynir á nú um 0,5% hlut í Arion banka gegnum félagið InfoCapital sem þýðir að hann er á meðal stærri einkafjárfesta í bankanum. Erlendir fjárfestar minnkað verulega við sig Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi bankans að undanförnu en fram kemur í frétt Markaðsins að eignarhaldsfélög og ýmsir fjársterkir einstaklingar hafi keypt meirihluta bréfanna af Taconic Capital. Vogunarsjóðurinn var lengi stærsti hluthafi Arion banka með nærri fjórðungshlut en gekk frá sölu á síðustu bréfum sínum þann 29. mars fyrir tæplega 20 milljarða króna. Síðan þá hafa íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, og verðbréfasjóðir samanlagt bætt við sig um 3% hlut í bankanum. Eignarhlutur erlendra fjárfesta í Arion banka hefur minnkað hratt á skömmum tíma en samanlagður hlutur Taconic og Sculptor Capital í bankanum nam um 50% í ársbyrjun 2020. Fram kemur í samantekt Markaðarins að erlendir fjárfestar eigi nú vel undir 5% bréfa í Arion banka. Markaðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49 Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Keypti hann talsvert af þeim tæplega 10% eignarhlut sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi í Arion banka í mars. Markaðurinn greinir frá þessu en Reynir seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leitchman Capital. Áætlað er að virði hlutarins sem Reynir seldi geti verið allt að tíu milljarðar króna. Reynir á nú um 0,5% hlut í Arion banka gegnum félagið InfoCapital sem þýðir að hann er á meðal stærri einkafjárfesta í bankanum. Erlendir fjárfestar minnkað verulega við sig Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi bankans að undanförnu en fram kemur í frétt Markaðsins að eignarhaldsfélög og ýmsir fjársterkir einstaklingar hafi keypt meirihluta bréfanna af Taconic Capital. Vogunarsjóðurinn var lengi stærsti hluthafi Arion banka með nærri fjórðungshlut en gekk frá sölu á síðustu bréfum sínum þann 29. mars fyrir tæplega 20 milljarða króna. Síðan þá hafa íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, og verðbréfasjóðir samanlagt bætt við sig um 3% hlut í bankanum. Eignarhlutur erlendra fjárfesta í Arion banka hefur minnkað hratt á skömmum tíma en samanlagður hlutur Taconic og Sculptor Capital í bankanum nam um 50% í ársbyrjun 2020. Fram kemur í samantekt Markaðarins að erlendir fjárfestar eigi nú vel undir 5% bréfa í Arion banka.
Markaðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49 Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49
Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23