Sjaldgæfur hvalreki í Eyjafirði vakti athygli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 16:39 Ekki var annað að sjá en að norðsnjáldrinn væri í góðu líkamlegu ástandi. Mynd/Stefani Lohman Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum.
Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira