Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 17:14 Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands. Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands.
Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19
Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41