Englendingurinn hóf hringinn á því að fara fyrstu holu á einu höggi yfir pari. Hann náði sér á strik er hann var hálfnaður með hringinn og leit ekki um öxl eftir það. Fékk hann til að mynda fimm fugla á síðustu sjö holunum.
Justin Rose is -9 through his last 10 holes
— ESPN (@espn) April 8, 2021
Watch the end of the first round of #themasters on ESPN pic.twitter.com/X1dAhiZ07k
Rose er eins og áður sagi á sjö höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu á þá Brian Harman frá Bandaríkjunum og Hideki Matsuyama frá Japan. Spánverjinn Jon Ram er ásamt öðrum kylfingum á pari vallarins og meistarinn frá því í fyrra, Dustin Johnson, fór hringinn á tveimur höggum yfir pari.
Högg dagsins átti þó líklega Tommy Fleetwood á 16. holu, sem er par þrjú hola, en Fleetwood fór á holu í höggi. Sjá má magnað högg Fleetwood hér að neðan.
INCREDIBLE!@TommyFleetwood1 makes a hole-in-one at the par-3 16th.
— PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2021
It's his second consecutive tournament with an ace. pic.twitter.com/EeEOK7gcch
Masters-mótið í golfi er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Golf og þá má finna allskyns skemmtileg myndbönd og stöðuna mótsins á Twitter-síðu PGA-mótaraðarinnar sem og Twitter-síðu Masters-mótsins.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.