Tiger vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 10:30 Tiger Woods er nú í endurhæfingu eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. getty/Mike Ehrmann Tiger Woods vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. Þá fannst tómt lyfjaglas í bílnum hans. Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira