Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. apríl 2021 21:02 Íris Björk Tanya Jónsdóttir fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Vísir/Getty „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi. Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34