Inntaka í ritlist að verða sama eldraun og í læknisfræði Snorri Másson skrifar 18. apríl 2021 09:01 Það komast töluvert færri að en vilja í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Í fyrra komst aðeins þriðjungur umsækjenda og margir gera ítrekaðar tilraunir. Metfjöldi vongóðra nemenda sótti um í ár. Vísir/Vilhelm Þær eru árvissar átakanlegar sögurnar sem heyrast af þeim sem ítrekað sækja um sama háskólanám hér á landi en hafa ekki erindi sem erfiði. Alþekktar eru píslargöngur umsækjenda í leiklist og læknisfræði en nú virðist sem ný háskólagrein hafi olnbogað sig fram í forystusveit þessara eftirsóttu greina. Hún er nokkuð óvænt. Það er meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands. „Já, þetta getur vakið furðu sumra miðað við stöðuna í samfélaginu, þar sem ritlist og bókmenntir eru ekki alveg eins miðlægar í flórunni og þær voru þegar ég ólst upp. En það er bara eitthvað með íslenska þjóð sem veldur því að það eru alveg ótrúlega margir sem ganga með höfund í maganum,“ segir Rúnar Helgi Vignisson prófessor, sem hefur haft veg og vanda af námsleiðinni frá því að hún var sett á fót 2008. Árið 2011 var ritlist breytt í meistaranám og til þess að tryggja gæði námsins var ákveðið að takmarka hópinn við 16 til 18 manns. Nú er svo komið að oft kemst ekki nema þriðjungur umsækjenda inn og margir sækja ítrekað um án árangurs. Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist, segir mikla aðsókn í ritlist til marks um að brautin sé á réttri braut.Kristinn Ingvarsson „Það er býsna algengt að fólk reyni aftur. Við tökum inn nafnlaust í seinni tíð og verkefnastjórinn afmáir þá nöfnin áður en við fáum umsóknirnar. Svo lesum við þetta alveg blint,“ segir Rúnar. Hver og einn umsækjandi skilar inn 25 síðna skjali af hvernig texta sem er. Á síðari árum hafa æ fleiri sent inn kvikmyndahandrit og í fyrravor var Huldar Breiðfjörð rithöfundur ráðinn sem lektor sérstaklega á því sviði, enda þaullærður handritshöfundur. Metfjöldi umsókna barst í ár og ef 18 verða teknir inn eins og í fyrra, verður inntökuhlutfallið um 31%. Umsóknirnar voru 58. Í fyrra bárust 50 umsóknir og inntökuhlutfallið var 36%. Það má bera saman við 17% hlutfall í læknisfræði árið 2019, þar sem 323 þreyttu prófið en 54 komust inn. Í ritlistinni lækkar hlutfall inntekinna sífellt eftir því sem umsóknum fjölgar. Er hægt að kenna ritlist? Sú spurning vaknar hvort hér á landi sé mögulega hægt og rólega að myndast skilningur á því að ekkert sé í erfðafræði Íslendinga sem tryggi þeim meðfædda gáfu til þess að koma frá sér lýtalausum texta. Rúnar skal ekki segja um það en segir að auðvitað hafi verið deilt um það um aldir hvort yfirleitt sé hægt að kenna ritlist eða ekki. „Mér sýnist alla vega að það sé hægt að læra þetta með einhverju móti. Við sköffum þeim aðstæður til að æfa sig og leiðbeinum þeim sem rithöfundum, sem getur stytt þeim leið. Og fólki fer ótrúlega hratt fram á skömmum tíma, sem ég er margbúinn að sjá. Undrin gerast fljótt,“ segir Rúnar. Rúnar bætir við að fjöldi útskrifaðra ritlistarmeistara rati inn á svið óbeint skyld rithöfundarstarfinu, svo sem í auglýsingar, markaðsstörf eða í fjölmiðla. Þetta bókvit verður því óumdeilanlega í askana látið. Skapandi fólk finnur sér farveg, að sögn prófessorsins. Aðrir vinda sér vitaskuld beint að efninu og verða nafntogaðir rithöfundar. Af þekktum höfundum sem útskrifast hafa af brautinni má nefna Hildi Knútsdóttur, Arndísi Þórarinsdóttur, Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Sverri Norland, Ragnar Helga Ólafsson, Dag Hjartarson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, Fríðu Ísberg, Jónas Reyni Gunnarsson, Þóru Karítas Árnadóttur, Rut Guðnadóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Háskólar Skóla - og menntamál Bókmenntir Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira
Alþekktar eru píslargöngur umsækjenda í leiklist og læknisfræði en nú virðist sem ný háskólagrein hafi olnbogað sig fram í forystusveit þessara eftirsóttu greina. Hún er nokkuð óvænt. Það er meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands. „Já, þetta getur vakið furðu sumra miðað við stöðuna í samfélaginu, þar sem ritlist og bókmenntir eru ekki alveg eins miðlægar í flórunni og þær voru þegar ég ólst upp. En það er bara eitthvað með íslenska þjóð sem veldur því að það eru alveg ótrúlega margir sem ganga með höfund í maganum,“ segir Rúnar Helgi Vignisson prófessor, sem hefur haft veg og vanda af námsleiðinni frá því að hún var sett á fót 2008. Árið 2011 var ritlist breytt í meistaranám og til þess að tryggja gæði námsins var ákveðið að takmarka hópinn við 16 til 18 manns. Nú er svo komið að oft kemst ekki nema þriðjungur umsækjenda inn og margir sækja ítrekað um án árangurs. Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist, segir mikla aðsókn í ritlist til marks um að brautin sé á réttri braut.Kristinn Ingvarsson „Það er býsna algengt að fólk reyni aftur. Við tökum inn nafnlaust í seinni tíð og verkefnastjórinn afmáir þá nöfnin áður en við fáum umsóknirnar. Svo lesum við þetta alveg blint,“ segir Rúnar. Hver og einn umsækjandi skilar inn 25 síðna skjali af hvernig texta sem er. Á síðari árum hafa æ fleiri sent inn kvikmyndahandrit og í fyrravor var Huldar Breiðfjörð rithöfundur ráðinn sem lektor sérstaklega á því sviði, enda þaullærður handritshöfundur. Metfjöldi umsókna barst í ár og ef 18 verða teknir inn eins og í fyrra, verður inntökuhlutfallið um 31%. Umsóknirnar voru 58. Í fyrra bárust 50 umsóknir og inntökuhlutfallið var 36%. Það má bera saman við 17% hlutfall í læknisfræði árið 2019, þar sem 323 þreyttu prófið en 54 komust inn. Í ritlistinni lækkar hlutfall inntekinna sífellt eftir því sem umsóknum fjölgar. Er hægt að kenna ritlist? Sú spurning vaknar hvort hér á landi sé mögulega hægt og rólega að myndast skilningur á því að ekkert sé í erfðafræði Íslendinga sem tryggi þeim meðfædda gáfu til þess að koma frá sér lýtalausum texta. Rúnar skal ekki segja um það en segir að auðvitað hafi verið deilt um það um aldir hvort yfirleitt sé hægt að kenna ritlist eða ekki. „Mér sýnist alla vega að það sé hægt að læra þetta með einhverju móti. Við sköffum þeim aðstæður til að æfa sig og leiðbeinum þeim sem rithöfundum, sem getur stytt þeim leið. Og fólki fer ótrúlega hratt fram á skömmum tíma, sem ég er margbúinn að sjá. Undrin gerast fljótt,“ segir Rúnar. Rúnar bætir við að fjöldi útskrifaðra ritlistarmeistara rati inn á svið óbeint skyld rithöfundarstarfinu, svo sem í auglýsingar, markaðsstörf eða í fjölmiðla. Þetta bókvit verður því óumdeilanlega í askana látið. Skapandi fólk finnur sér farveg, að sögn prófessorsins. Aðrir vinda sér vitaskuld beint að efninu og verða nafntogaðir rithöfundar. Af þekktum höfundum sem útskrifast hafa af brautinni má nefna Hildi Knútsdóttur, Arndísi Þórarinsdóttur, Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Sverri Norland, Ragnar Helga Ólafsson, Dag Hjartarson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, Fríðu Ísberg, Jónas Reyni Gunnarsson, Þóru Karítas Árnadóttur, Rut Guðnadóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur.
Háskólar Skóla - og menntamál Bókmenntir Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira