Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni. AP/Burhan Ozbilici Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21